Logi í liði vikunnar í Tyrklandi

Logi Tómasson var valinn í lið vikunnar í Tyrklandi eftir góða frammistöðu.
Ljósmynd/Samsunspor

Logi Tómasson, leikmaður Samsunspor, var á meðal þeirra leikmanna sem vöktu mesta athygli í 6. umferð tyrknesku úrvalsdeildarinnar og var í kjölfarið valinn í lið vikunnar af fjölmörgum miðlum í Tyrklandi, þar á meðal BeinSports, SkySpor og FutbolArena.

Logi lék allan leikinn í vinstri bakverði í 3:2-sigri á Fatih Karagümrük í fyrradag og átti sendinguna frá vinstri í uppbótartímanum sem lagði grunninn að sigurmarkinu. Stoðsendingu hans má sjá hér að neðan.

Með sigrinum tryggði Samsunspor sér dýrmæt stig og er komið í 4. sæti deildarinnar með 11 stig eftir sex umferðir.

Fyrri frétt

Einar Freyr æfir með Brann í Noregi