Arnór Smárason, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, hefur verið ráðinn í starf íþróttastjóra kvennaliðs Hammarby í Svíþjóð.
Arnór þekkir vel til hjá félaginu en hann spilaði með Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni á árunum 2016 til 2018.
„Það er spennandi þróun í gangi hjá Hammarby og mér þykir virkilega gaman að fá tækifæri til að taka þátt í þeirri vegferð,“ segir Arnór í tilkynningu frá félaginu.