Fylgstu með okkur:

Fréttir

Gaf Elazığspor tæp­ar níu millj­ón­ir – Liðið dró sig úr keppni vegna jarðskjálft­anna í Tyrklandi

Theodór Elmar veitti fyrrum félagi sínu, Elazığspor, styrk að upphæð 9 milljónum íslenskra króna vegna jarðskjálft­anna í Tyrklandi.

Theodór Elmar ásamt ungum aðdáendum Elazığspor fyrir nokkrum árum. Mynd/[email protected]

Tyrkneska liðinu Elazığspor barst í gær styrk­ur að upphæð 63 þúsundum evra, sem samsvarar rúmum 9 milljónum í íslenskum krónum, frá Theodóri Elmari Bjarnasyni, sem lék með liðinu frá 2017 til 2018. Elazığspor sendi frá sér yf­ir­lýs­ingu þess efn­is í gær.

Öflug­ur jarðskjálfti, 6,8 að stærð, reið yfir Elazig-hérað í Tyrklandi þann 24. janúar síðastliðinn og fjöldi eftirskjálfta fylgdi í kjölfarið. Í kringum 40 dauðsföll hafa verið staðfest. Elazığspor-liðið er staðsett í sam­nefndri héraðshöfuðborg.

Elazığspor hóf núverandi leiktíð í tyrknesku C-deildinni og fyrir nokkrum dögum óskaði liðið eftir því að draga sig úr keppni vegna jarðskjálft­anna. Tyrkneska knattspyrnusambandið varð við þeirri beiðni og ætlar að leyfa liðinu að vera í sömu deild á næstu leiktíð.

Elazığspor-liðið sá ekki ástæðu til þess að halda áfram keppni í deildinni. Tals­verðar skemmd­ir urðu á æfingasvæði liðsins og allir í kringum liðið hafa átt erfitt uppdráttar á síðustu vikum, en 19 leikmenn liðsins ólust upp í Elazig-héraði. Þá hafði liðið engan áhuga á því að færa sig um set í einhvern ákveðinn tíma.

Selçuk Öztürk, forseti Elazığspor, kom sérstöku þakklæti á framfæri til Theodórs Elmars á fréttamannafundi í gær og greindi frá því að hann ætti von á fleiri framlögum frá fyrrum leikmönnum liðsins. Aðdáendur Elazığspor eru síðan gífurlega þakklátir fyrir stuðninginn og margir eru búnir að senda Theodóri falllegar kveðjur á samfélagsmiðlum.

Yfirlýsing Elazığsporog á Facebook

Frétt Hyrriyet í Tyrklandi

Facebook-færsla Elazığspor 

Ekki missa af

Fleira tengt: Fréttir