Skoraði með skalla gegn toppliðinu – Sjáðu markið

Sævar Atli Magnússon innsiglaði sigur Brann gegn toppliðinu í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Ljósmynd/nrk.no

Freyr Al­ex­and­ers­son og læri­svein­ar hans hjá Brann unnu góðan sigur gegn toppliði Viking, 3:1, í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Það var Sævar Atli Magnússon sem innsiglaði sigur Brann á 77. mínútu leiksins þegar hann skoraði þriðja mark liðsins. Sævar var á réttum stað á fjærstönginni og stangaði boltann í netið. Markið má sjá neðst í fréttinni. Sævar byrjaði leikinn á varamannabekknum en kom inn á 68. mínútu.

Þetta var fyrsti leikur Sævars fyrir Brann eftir að hafa gengið í raðir liðsins fyrir tveimur mánuðum en hann mátti ekki leika með liðinu fyrr en í dag þar sem félagsskiptaglugginn í Noregi opnaði aftur í gær.

Eggert Aron Guðmundsson lék allan leikinn fyrir Brann og Hilm­ir Rafn Mika­els­son kom inn á sem varamaður hjá Viking og lék síðustu tuttugu mínúturnar.

Brann er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar með 30 stig eftir 15 leiki, sex stig­um á eft­ir toppliði Viking.

Fyrri frétt

Brynjólfur skorar og skorar

Næsta frétt

Andri Fannar sagður á leið til Frosinone