Andri Lucas sá um Leicester City

Andri Lucas skoraði bæði mörk Blackburn Rovers er liðið lagði Leicester City.
Ljósmynd/Blackburn Rovers

Andri Lucas Guðjohnsen skoraði bæði mörk Blackburn Rovers í 2:0-útisigri liðsins á Leicester City í ensku B-deildinni í dag.

Andri Lucas kom gestunum yfir á 20. mínútu þegar boltinn barst til hans innan teigs og hann skoraði af stuttu færi. Hann bætti við öðru marki á 63. mínútu með föstu skoti í netið og tryggði þannig sigur Blackburn Rovers.

Þetta var annar leikurinn í röð þar sem Andri Lucas skorar í deildinni en hann kom til Blackburn Rovers í september og hefur nú skorað þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum.

Blackburn er komið í 19. sæti deildarinnar með 13 stig eftir 12 umferðir.

Fyrri frétt

Rúnar Þór fór í aðgerð eftir krossbandsslit

Næsta frétt

Elías skoraði í Kína – Myndband