Sigurmark Daníels – Myndband

Daníel Leó tryggði Sønderjyske sigurinn í blálokin í Danmörku.
Ljósmynd/Sonderjyske

Daníel Leó Grétarsson tryggði Sønderjyske sigurinn í blálokin þegar liðið vann Vejle 2:1 í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Vejle náði forystunni í fyrri hálfleik, en Sønderjyske jafnaði metin skömmu fyrir leikhlé eftir undirbúning Kristals Mána Ingasonar.

Þegar allt virt­ist stefna í jafn­tefli skallaði Daníel Leó boltann í netið á þriðju mínútu uppbótartímans og tryggði liðinu þrjú dýrmæt stig. Markið má sjá hér að neðan.

Með sigrinum fór Sønderjyske upp í fimmta sæti deildarinnar og er nú með 19 stig eftir 14 umferðir.

Fyrri frétt

Ragnheiður Þórunn lagði upp í stórsigri

Næsta frétt

Markið hjá Hafrúnu – Myndband