Markið hjá Hafrúnu – Myndband

Hafrún Rakel innsiglaði sigur Brøndby í Danmörku.
Ljósmynd/Brøndby

Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði þriðja og síðasta mark Brøndby í 3:0-sigri liðsins á OB í dönsku úrvalsdeildinni í gær.

Hafrún kom inn á sem varamaður á 82. mínútu og skoraði á þriðju mínútu uppbótartímans, eftir að Brøndby hafði verið með yfirhöndina lengst af í leiknum. Markið hjá henni má sjá neðst í fréttinni.

Brøndby hefur byrjað tímabilið nokkuð vel og er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig eftir ellefu umferðir. Hafrún hefur komið við sögu í sjö leikjum á tímabilinu og í þeim skorað tvö mörk.

Fyrri frétt

Sigurmark Daníels – Myndband

Næsta frétt

Mark Kristians gegn Groningen – Myndband