Kristian Nökkvi Hlynsson var á skotskónum í gær þegar Twente gerði 1:1-jafntefli á útivelli gegn Groningen í hollensku úrvalsdeildinni.
Kristian kom Twente yfir í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að hafa stungið sér laglega á milli varnarmanna. Groningen jafnaði nokkrum mínútum síðar og þar við sat.
Kristian hefur leikið vel fyrir Twente að undanförnu og skorað í tveimur leikjum í röð. Hann er nú kominn með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í ellefu leikjum á tímabilinu.