Elías skoraði í Kína – Myndband

Elías Már skoraði fyrir Meizhou Hakka í kínversku úrvalsdeildinni.
Ljósmynd/y.meizhou.cn

Elías Már Ómarsson skoraði fyrir Meizhou Hakka í 2:2-jafntefli liðsins við Dalian Yingbo í kínversku úrvalsdeildinni í dag.

Markið kom á 64. mínútu þegar skot fór í stöngina og boltinn barst til Elíasar í teignum. Hann var fljótur að átta sig og setti boltann örugglega í netið, sem má sjá neðst í fréttinni.

Meizhou Hakka er enn í fallbaráttu með 21 stig, jafn mörg og Hainiu sem er í fallsæti. Meizhou á einn leik eftir á meðan Hainiu á tvo.

Elías Már lék fyrstu 75 mínúturnar í leiknum og hefur nú skorað þrjú mörk í 13 leikjum á tímabilinu.

Fyrri frétt

Andri Lucas sá um Leicester City

Næsta frétt

Lagleg stoðsending hjá Jóhanni Berg – Myndband