Jóhann Berg Guðmundsson lék allan leikinn og bar fyrirliðabandið þegar Al-Dhafra vann sannfærandi 3:0-sigur á Al Ittihad Kalba í efstu deild Sameinuðu arabísku furstadæmanna í dag.
Jóhann Berg lagði upp annað mark leiksins með fallegri langri sendingu inn fyrir vörnina þar sem samherji hans kláraði færið af öryggi.
Jóhann Berg hefur verið fastamaður í liði Al Dhafra á leiktíðinni og er liðið nú í 5. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö umferðir.
Í þýsku B-deildinni kom Jón Dagur Þorsteinsson inn á sem varamaður á 77. mínútu í 2:0 sigri Herthu Berlín gegn Dynamo Dresden. Hertha Berlín er í 8. sæti með 17 stig eftir 11 umferðir.