Mark Al­exöndru dugði skammt

Alexandra skoraði fyrir Kristianstad í Svíþjóð.
Ljósmynd/Kristianstad

Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrra mark Kristianstad þegar liðið tapaði 4:2 á heimavelli fyrir Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

Gestirnir voru með yfirhöndina í fyrri hálfleik og leiddu 4:0 að honum loknum. Alexandra minnkaði muninn á 85. mínútu með skallamarki. Hún lék allan leikinn og hefur verið fastamaður í liði Kristianstad á leiktíðinni. Elísa Lana Sigurjónsdóttir lék fyrstu 70 mínúturnar fyrir Kristianstad.

Eftir leikinn er Kristianstad í sjötta sæti deildarinnar með 37 stig eftir 24 umferðir.

Emelía Óskarsdóttir kom inn á sem varamaður og skoraði fimmta mark Køge í 6:1-sigri liðsins á Kolding í dönsku úrvalsdeildinni. Køge er á toppi deildarinnar með 30 stig eftir 11 umferðir.

Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliði Bayern München þegar liðið vann 4:1-sigur á Essen í þýsku úrvalsdeildinni.

Bayern lenti undir snemma en rétti hratt úr kútnum og tryggði sér öruggan sigur. Glódís lék allan leikinn í hjarta varnarinnar. Bayern er í efsta sæti deildarinnar og hefur unnið fimm leiki í röð.

Fyrri frétt

Lagleg stoðsending hjá Jóhanni Berg – Myndband

Næsta frétt

„Hefði viljað skora þrennu“