U19 ára lið FC Kaupmannahafnar hafði betur gegn Tottenham í unglingadeild UEFA í gær og vann 3:2-útisigur í London.
Gunnar Orri Olsen, 17 ára miðjumaður danska liðsins, kom FC Kaupmannahöfn yfir með fyrsta marki leiksins eftir vel útfærða sókn þar sem hann skoraði af stuttu færi. Hann var í byrjunarliðinu og lék í 88 mínútur áður en hann fór af velli undir lokin.
Sigurinn heldur liðinu í efri hlutanum í keppninni og Gunnar hefur nú skorað tvö mörk í fjórum leikjum, auk þess sem frammistaða hans hefur vakið athygli í Danmörku.