Orðaður við stórlið í Noregi

Magni Fannberg er orðaður við stöðu íþróttastjóra hjá Rosenborg í Noregi.
Ljósmynd/fotbolldirekt.se

Magni Fannberg er sagður koma til greina í starf íþróttastjóra hjá norska stórliðinu Rosenborg í Þrándheimi, samkvæmt frétt TV2 í Noregi.

Rosenborg leitar nú að eftirmanni Mikaels Dorsin sem lætur af störfum eftir tímabilið og er Magni einn þeirra sem stjórn félagsins hefur haft augastað á.

Magni lét nýlega af störfum sem íþróttastjóri hjá Norrköping í Svíþjóð en hefur áður starfað sem þróunarstjóri hjá AIK í Stokkhólmi og gegnt störfum hjá bæði Brann og Start í Noregi.

Rosenborg hefur átt erfitt tímabil og situr í 8. sæti norsku úrvalsdeildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir, en forráðamenn félagsins vilja ráða nýjan íþróttastjóra sem fyrst.

Fyrri frétt

Þjálfari Alberts rekinn eftir erfiða byrjun

Næsta frétt

Gunnar Orri skoraði gegn Tottenham – Myndband