Rúnar Þór Sigurgeirsson, vinstri bakvörður Sønderjyske í Danmörku, gekkst á dögunum undir aðgerð eftir að hafa slitið krossband í leik gegn FC Kaupmannahöfn fyrir rúmum mánuði.
Aðgerðin heppnaðist vel og er hann nú hafinn handa við endurhæfingu sem mun taka nokkra mánuði. Meiðslin þýða að Rúnar verður frá keppni það sem eftir er tímabilsins.
Rúnar gekk til liðs við Sønderjyske í sumar og spilaði fyrstu fimm leiki liðsins eftir komuna frá hollenska félaginu Willem II. Hann er liðsfélagi Daníels Leós Grétarssonar og Kristals Mána Ingasonar hjá danska liðinu sem er í 8. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 13 umferðir.