Lagði upp gegn stórliðinu – Myndband

Ísak Bergmann átti góða stoðsendingu þegar Köln mætti Bayern München.
Ljósmynd/Köln

Ísak Bergmann Jóhannesson átti góða stoðsendingu þegar Köln mætti Bayern München í 16-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í fyrradag.

Ísak lagði upp eina mark heimaliðsins með vel útfærðri hornspyrnu um miðjan fyrri hálfleik, sem kom Köln tímabundið í forystu gegn sterku liði gestanna.

Ísak lék vel á miðjunni og var virkur í sóknarleik liðsins þar til hann fór af velli á 79. mínútu. Þrátt fyrir góða byrjun varð Köln að sætta sig við tap og féll þar með úr leik í bikarkeppninni.

Fyrri frétt

Ungstirnið fór á kost­um – Myndband

Næsta frétt

Rúnar Þór fór í aðgerð eftir krossbandsslit