Viktor Bjarki Daðason, sautján ára framherji FC Kaupmannahafnar, átti glæsilegan leik þegar liðið vann 4:1 sigur á Hobro í 16-liða úrslitum danska bikarsins í fyrradag.
Hann var í byrjunarliði liðsins í fyrsta sinn og lék allan leikinn. Viktor kom að tveimur mörkum, lagði upp annað markið snemma í seinni hálfleik og skoraði sjálfur fjórða mark liðsins í uppbótartíma.
Ungstirnið hefur farið afar vel af stað með FC Kaupmannahöfn en hann hefur nú skorað tvö mörk og lagt upp tvö í sínum fyrstu fjórum leikjum fyrir aðalliðið.
Sigurinn tryggði FC Kaupmannahöfn sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Markvörðurinn Rúnar Alex Rúnarsson var á varamannabekknum í leiknum.
Stoðsendingin:
Markið: