Breki Baldursson skoraði af öryggi úr vítaspyrnu þegar Esbjerg sló Randers úr leik eftir vítaspyrnukeppni í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í fyrradag.
Breki kom inn á í framlengingunni þegar staðan var markalaus og steig síðan upp í vítaspyrnukeppninni sem annar spyrnumaður Esbjerg. Hann skoraði örugglega og sýndi mikla yfirvegun á mikilvægum tímapunkti.
Esbjerg vann vítaspyrnukeppnina 4:2 og tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum eftir frækinn sigur gegn úrvalsdeildarliði Randers.