Viðar Ari Jónsson lagði upp tvö mörk þegar HamKam vann 3:1-sigur á Sandefjord í norsku úrvalsdeildinni í gær.
Hann átti stoðsendingu í fyrsta marki leiksins snemma í fyrri hálfleik og lagði upp þriðja markið fyrir HamKam með vel útfærðri aukaspyrnu í seinni hálfleik. Stoðsendingarnar má sjá í myndböndunum hér að neðan.
Viðar Ari hefur leikið flesta leiki liðsins að undanförnu og lagt upp þrjú mörk í síðustu tveimur leikjum. HamKam er í 11. sæti deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.