Tómas Bent prýddi síður dagblaðanna í Skotlandi

Tómas Bent prýddi síður dagblaða í Skotlandi eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Hearts.
Ljósmynd/Sunday Post

Tómas Bent Magnússon var áberandi í skoskum dagblöðum í gær og fyrradag eftir að hafa skorað sitt fyrsta mark fyrir Hearts í skosku úrvalsdeildinni um nýliðna helgi.

Stórar myndir af Tómasi, þar sem hann fagnaði marki sínu af mikilli innlifun, birtust í dagblöðunum Daily Record, Evening Telegraph, Edinburgh News og The Sunday Post í umfjöllun þeirra um stórsigur Hearts á Dundee.

Tómas kom inn á sem varamaður á 71. mínútu og skoraði níu mínútum síðar fjórða mark Hearts í 4:0-sigri liðsins. Hann var á réttum stað í teignum eftir hornspyrnu og skoraði af stuttu færi.

Markið var það fyrsta sem Tómas skorar fyrir Hearts og var hann greinilega ánægður með áfangann, eins og sjá má á myndunum sem prýddu dagblöðin. Hearts er taplaust á toppi skosku úrvalsdeildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir, níu stigum á undan Celtic.

Ljósmynd/Sunday Post
Ljósmynd/Edinburgh News
Ljósmynd/Evening Telegraph
Ljósmynd/Daily Record

Fyrri frétt

Stoðsendingarnar hjá Viðari – Myndband

Næsta frétt

Hefur styrkt sig andlega og er nú meðal fremstu markvarða í Evrópudeildinni