Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeild Evrópu í kvöld þegar FC Kaupmannahöfn mætti Borussia Dortmund í Kaupmannahöfn. Leikurinn endaði með 4:2-sigri Dortmund, en Viktor minnkaði muninn undir lok leiksins eftir að hafa komið inn á sem varamaður á 75. mínútu.
Með markinu varð Viktor Bjarki yngsti Íslendingurinn til að skora í Meistaradeild Evrópu og jafnframt þriðji yngsti markaskorari í sögu keppninnar, á eftir Ansu Fati og Lamine Yamal.
Sjá einnig: Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni – Yngsti Íslendingurinn í sögunni
Viktor, sem er uppalinn hjá Fram, hefur tekið skrefið upp í aðallið FC Kaupmannahafnar á síðustu vikum og þetta var aðeins annar leikur hans með danska meistaraliðinu.