Stuðningsmenn tóku vel á móti Elíasi – Myndband

Nokkrir stuðningsmenn kínverska liðsins Meizhou Hakka tóku vel á móti Elíasi Má þegar hann var nýlentur í Kína.
Ljósmynd/@hakkafootballrecords

Keflvíkingurinn Elías Már Ómarsson er að ganga í raðir kínverska úrvalsdeildarliðsins Meizhou Hakka, eins og greint var frá í gær.

Nokkrir stuðningsmenn kínverska liðsins tóku vel á móti Elíasi Má snemma í dag þegar hann var nýlentur á Mexian flugvellinum í borginni Meizhou. Elías fékk meðal annars blóm og trefill frá einum stuðningsmanni og aðrir héldu á stórum borða þar sem stóð „Welcome Elias Mar Omarsson,“ eins og sjá má í myndskeiði hér að neðan.

Elías Már hefur verið án félags síðan samningur hans við NAC Breda í Hollandi rann út í síðasta mánuði.

Elías Már var markahæsti leikmaður NAC Breda í hollensku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði átta mörk í 32 leikjum. 

Fyrri frétt

Byrjar undirbúningstímabilið á skotskónum

Næsta frétt

Ísak kominn til Lyngby