Patrick Vieira hefur lokið störfum sem þjálfari Genoa í ítölsku A-deildinni eftir erfiða byrjun á tímabilinu. Liðið, sem Mikael Egill Ellertsson leikur með, hefur ekki unnið leik í fyrstu níu umferðum deildarinnar og situr á botninum með aðeins þrjú stig.
Vieira tók við Genoa síðla árs 2024 og stýrði liðinu til sæmilegs árangurs á síðustu leiktíð, en frammistaðan í haust hefur verið langt frá væntingum félagsins. Í yfirlýsingu á heimasíðu Genoa kemur fram að hann og þjálfarateymi hans hafi látið af störfum og þeim þakkað fyrir samstarfið.
Roberto Murgita tekur við liðinu tímabundið með aðstoð Domenico Criscito. Mikael Egill hefur verið fastamaður í byrjunarliði Genoa að undanförnu og leikið bæði á miðjunni og í bakvarðarstöðunni.