Hafrún Rakel innsiglaði sigurinn – Melkorka skoraði tvö

Hafrún Rakel innsiglaði sigurinn fyrir Brøndby í Danmörku.
Ljósmynd/Bröndby

Hafrún Rakel Halldórsdóttir skoraði þriðja og síðasta mark Brøndby í 3:0-útisigri liðsins á OB í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hafrún byrjaði á varamannabekknum en kom við sögu á 82. mínútu og var fljót að láta til sín taka, því hún skoraði á þriðju mínútu uppbótartímans og innsiglaði þar með sigur Brøndby.

Brøndby er í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig eftir ellefu umferðir.

Melkorka Kristín Jónsdóttir skoraði tvö mörk með stuttu millibili þegar B93 tapaði 3:2 fyrir Næstved í dönsku B-deildinni. Næstved tryggði sér sigurinn með marki í blálokin. B93 er í næstneðsta sæti deildarinnar.

Arna Eiríksdóttir var í byrjunarliði Vålerenga sem vann 2:0 sigur á Lillestrøm í norsku úrvalsdeildinni. Vålerenga er í öðru sæti eftir 25 umferðir.

Hlín Eiríksdóttir lék seinni hálfleikinn í 4:1 tapi Leicester gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Leicester er í 10. sæti eftir sjö umferðir.

Þá var Cecilía Rán Rúnarsdóttir í marki Inter í 3:0 tapi gegn Roma í ítölsku A-deildinni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á hjá Inter eftir klukkutíma leik. Inter er í 6. sæti eftir fjórar umferðir.

Fyrri frétt

Hólmbert opnaði marka­reikn­ing­inn – Myndband

Næsta frétt

Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels hjá Genoa