Hólmbert opnaði marka­reikn­ing­inn – Myndband

Hólmbert Aron skoraði sitt fyrsta mark í Suður-Kóreu.
Ljósmynd/Gwangju

Hólmbert Aron Friðjónsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Gwangju FC þegar liðið vann 2:0-sigur á Jeju United í efstu deild Suður-Kóreu í morgun.

Hólmbert kom inn á sem varamaður á 72. mínútu og skoraði annað mark Gwangju undir lok leiks, sem tryggði liðinu sigurinn. Markið hans má sjá hér að neðan.

Með sigrinum er Gwangju í toppsæti neðri hluta deildarinnar með 48 stig og í góðri stöðu til að tryggja sér áframhaldandi veru í úrvalsdeildinni.

Fyrri frétt

Ekkert gengur hjá Norrköping – Fimmta tapið í röð

Næsta frétt

Hafrún Rakel innsiglaði sigurinn – Melkorka skoraði tvö