Tómas Bent Magnússon lék síðustu mínúturnar þegar Hearts vann Kilmarnock, 3:0, í skosku úrvalsdeildinni í dag. Þetta var fimmti sigur liðsins í röð og er Hearts áfram á toppi deildarinnar með 22 stig eftir átta umferðir. Tómas hefur komið við sögu í fimm deildarleikjum á tímabilinu.
Kristian Nökkvi Hlynsson var í byrjunarliði Twente sem gerði 3:3-jafntefli við NEC Nijmegen í hollensku úrvalsdeildinni. Twente er í 7. sæti með 14 stig eftir níu umferðir.
Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn með Köln sem gerði 1:1-jafntefli við Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni. Köln er í 6. sæti með 11 stig eftir sjö umferðir.
Andri Lucas Guðjohnsen lék rúman klukkutíma leik fyrir Blackburn Rovers sem tapaði 2:0 fyrir Coventry City í ensku B-deildinni. Blackburn er í 22. sæti með 7 stig.
Í Suður-Kóreu kom Hólmbert Aron Friðjónsson inn á undir lok leiks þegar Gwangju tapaði 0:2 fyrir Ulsan í úrvalsdeildinni þar í landi.
Þórir Jóhann Helgason kom inn á sem varamaður á 64. mínútu hjá Lecce sem gerði markalaust jafntefli við Sassuolo í ítölsku A-deildinni. Lecce er í 15. sæti með 6 stig.
Kristófer Jónsson spilaði allan leikinn í 1:1-jafntefli Triestina og Pergolettese í ítölsku C-deildinni. Markús Páll Ellertsson var ónotaður varamaður hjá Triestina sem situr á botni A-riðils með mínus sjö stig.