Telma Ívarsdóttir stóð í marki Rangers þegar liðið vann yfirburðasigur á Hamilton, 11:0, í skosku úrvalsdeildinni í dag.
Rangers var með öll tökin frá fyrstu mínútu og leiddi 7:0 í leikhléi eftir mikinn sóknarþunga. Telma hafði lítið að gera í markinu þar sem Hamilton átti ekki skot í leiknum, en Rangers átti alls 40 skottilraunir og fóru 28 þeirra á markið.
Rangers er nú í þriðja sæti deildarinnar með 19 stig eftir níu umferðir og heldur áfram að elta toppsætið í baráttunni um skoska meistaratitilinn.
Hlín Eiríksdóttir var í byrjunarliði Leicester City sem vann 1:0-útisigur á London City Lionesses í enska deildabikarnum. Leicester er á toppnum í sínum riðli með 6 stig.
Þá hélt Cecilía Rán Rúnarsdóttir hreinu hjá Inter í markalausu jafntefli gegn Parma í ítölsku A-deildinni. Karólína Lea Vilhjálmsdóttir var einnig í byrjunarliði Inter og lék í klukkutíma. Inter er í fjórða sæti deildarinnar með 5 stig eftir fyrstu þrjár umferðirnar.