Elías Rafn Ólafsson sneri aftur í byrjunarlið Midtjylland eftir að hafa verið á varamannabekknum í síðasta leik vegna agabrots, þegar hann missti af liðsfundi fyrir tveimur vikum.
Elías Rafn stóð í marki liðsins þegar það vann sannfærandi 5:1-sigur á Vejle í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Hann varði tvö skot í leiknum og átti traustan leik í liði sem stjórnaði gangi leiksins frá upphafi til enda.
Midtjylland er nú í öðru sæti deildarinnar með 25 stig eftir 12 umferðir, aðeins tveimur stigum á eftir toppliði AGF.
Bjarki Steinn Bjarkason lék í 72 mínútur fyrir Venezia sem gerði 1:1 jafntefli við Empoli í ítölsku B-deildinni. Venezia er í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig eftir átta umferðir.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn í miðri vörninni hjá Volos sem vann 2:1 sigur gegn Panserraikos í grísku úrvalsdeildinni. Volos hefur byrjað leiktíðina vel og er í fjórða sæti með 12 stig eftir sjö umferðir. Þá var Sverrir Ingi Ingason á sínum stað í vörninni hjá Panathinaikos sem gerði 1:1 jafntefli við Aris Thessaloniki. Panathinaikos er í sjöunda sæti deildarinnar en á leik til góða.