Svava Rós leggur skóna á hilluna

Svava Rós hefur ákveðið að ljúka ferli sínum.
Ljósmynd/Brann

Svava Rós Guðmundsdóttir hefur ákveðið að ljúka ferli sínum, 29 ára að aldri. Hún greindi frá ákvörðuninni á Instagram í dag þar sem hún birti myndband og skrifaði einfaldlega: „Takk fyrir mig, fótbolti.“

Svava Rós hefur verið frá keppni um langt skeið vegna meiðsla á mjöðm og gekkst undir aðgerð sumarið 2024. Hún eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári og hefur nú ákveðið að snúa sér að nýjum verkefnum eftir margra ára feril í fremstu röð.

Á ferlinum lék hún með fjölda félaga víða um heim, þar á meðal Röa og Brann í Noregi, Kristianstad í Svíþjóð, Bordeaux í Frakklandi, Benfica í Portúgal og Gotham FC í Bandaríkjunum. Hún hóf ferilinn hér heima með Val og lék síðar með Breiðabliki áður en hún hélt utan. Svava vann tvo titla með Brann í atvinnumennskunni.

 
 
 
 
 
View this post on Instagram
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

 

A post shared by Svava Rós Gudmundsdóttir (@svavaros21)

Fyrri frétt

Grindvíkingurinn í liði um­ferðar­inn­ar í annað sinn

Næsta frétt

Kristall kom Sønderjyske á bragðið – Myndband