Kristall Máni Ingason kom Sønderjyske á bragðið með fyrsta markinu í 3:0-heimasigri liðsins á Fredericia í dönsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Markið kom á 9. mínútu og var það þriðja deildarmark hans á leiktíðinni, sem má sjá hér að neðan.
Kristall lék vel og fór af velli á 77. mínútu eftir að hafa verið áberandi í sóknarleik liðsins. Sønderjyske hafði ekki hrósað sigri síðan 31. ágúst, en með þessum sigri tókst liðinu loks að snúa gengi sínu við. Liðið er nú í 7. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar með 15 stig eftir 12 umferðir.