Grindvíkingurinn í liði um­ferðar­inn­ar í annað sinn

Daníel Leó var valinn í úrvalslið 12. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar.
Ljósmynd/Sønderjyske

Daníel Leó Grétarsson, leikmaður Sønderjyske, var valinn í úrvalslið 12. umferðar dönsku úrvalsdeildarinnar eftir trausta frammistöðu í 3:0-sigri á Fredericia í gærkvöldi.

Daníel Leó lék allan leikinn í vörninni og var á meðal bestu manna vallarins þegar Sønderjyske hélt hreinu og vann sinn fyrsta deildarsigur í rúman mánuð. Kristall Máni Ingason skoraði fyrsta mark leiksins og Sønderjyske er nú í 7. sæti deildarinnar með 15 stig eftir 12 umferðir.

Þetta er í annað sinn á leiktíðinni sem Daníel Leó er valinn í lið umferðarinnar, en hann var einnig í úrvalsliði 7. umferðar eftir sigur á Silkeborg fyrr á tímabilinu.

Fyrri frétt

Eggert Aron í liði umferðarinnar

Næsta frétt

Svava Rós leggur skóna á hilluna