Svaraði stuðningsmanni með fingurkossi

Mikael Neville lét ögrun úr stúkunni ekki á sig fá og svaraði með fingurkossi.
Ljósmynd/Djurgården

Mikael Neville Anderson, leikmaður Djurgården, vakti athygli í leik gegn GAIS á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í gær þegar hann svaraði stuðningsmanni heimaliðsins með fingurkossi.

Atvikið átti sér stað undir lok fyrri hálfleiks þegar Mikael var að undirbúa að taka hornspyrnu á Gamla Ullevi-leikvanginum í Gautaborg. „Það var stuðningsmaður sem sýndi mér fingurinn, svo ég ákvað að sýna smá kærleika í staðinn,“ sagði Mikael brosandi í samtali við Expressen eftir leikinn. „Ég vissi ekki að þetta hefði sést í sjónvarpinu, en ef ég fæ smá hatur, þá svara ég með smá ást.“

Mikael skoraði fyrir Djurgården í leiknum, sem tapaði 3:2, og var ósáttur með frammistöðu liðsins. „Við gáfum þeim eiginlega þrjú mörk. Það var eins og við hefðum ákveðið að halda jól í dag,“ sagði hann að lokum.

Ljósmynd/HBO Max
Fyrri frétt

Hákon fljótur að skora í góðum sigri – Myndband

Næsta frétt

Fékk mikið lof fyr­ir frammistöðu sína