Stórsigur Bayern í Nürnberg

Bayern München, lið Glódísar Perlu, vann stórsigur á Nürnberg.
Ljósmynd/Bayern München

Bayern München vann stórsigur á Nürnberg, 6:0, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og heldur áfram að leiða deildina með yfirburðum.

Glódís Perla Viggósdóttir hóf leikinn á varamannabekknum hjá Bayern München en kom inn á eftir um klukkutíma leik þegar staðan var orðin 4:0.

Bayern var yfir 3:0 í hálfleik og bætti síðan þremur mörkum við í seinni hálfleik. Nürnberg átti engin svör við skipulögðu og öflugu liði gestanna sem hefur unnið fimm leiki í röð í deildinni.

Bayern er áfram á toppi þýsku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir níu umferðir og markatöluna 31:3, þremur stigum á undan Wolfsburg í öðru sæti.

Fyrri frétt

Viktor Bjarki lék seinni hálfleikinn í Meistaradeildinni

Næsta frétt

Þjálfari Alberts rekinn eftir erfiða byrjun