Sandra María Jessen skoraði eina mark Köln í 1:1-jafntefli við Eintracht Frankfurt í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.
Sandra María kom Köln yfir á 25. mínútu leiksins sem fram fór í Frankfurt. Staðan var 1:0 í hálfleik og hélt allt þar til á 92. mínútu þegar Eintracht Frankfurt tókst að jafna metin.
Sandra María hefur nú skorað fimm mörk í níu deildarleikjum á leiktíðinni. Köln er í 8. sæti með ellefu stig eftir níu umferðir.