Efni­leg­ustu leikmennirnir í nýja Football Manager leiknum

Efni­leg­ustu leikmenn Íslands í hinum geysivinsæla Foot­ball Mana­ger-tölvu­leik.
Ljósmynd/Samsett

Tölvuleikjaframleiðandinn Sega Games Co., Ltd. setti í gær á markað nýja uppfærslu af hinum geysivinsæla Football Manager-tölvuleik.

Leikurinn gengur út á að setja sig í stell­ing­ar knatt­spyrn­u­stjóra og nýjasta útgáfan, Football Manager 26, þykir þó ekki vel heppnuð í ár, þrátt fyrir langa bið eftir nýrri útgáfu. Spilendur leikjarins hafa möguleika á að stjórna nánast öllu sem viðkemur knattspyrnuliði, en leikurinn er þekktur fyrir gríðarlega stóran gagnagrunn og nákvæma greiningu á leikmönnum.

Í fyrsta sinn eru atvinnukonur einnig með í leiknum og geta spilendur nú tekið að sér stjórnun liða í efstu deildum kvennaboltans.

Mörg knattspyrnulið hafa í gegnum tíðina nýtt sér gögn úr leiknum til að greina óþekkta og hæfileikaríka leikmenn víðsvegar að úr heiminum.

Með hverri útgáfu af leiknum fylgir sérstök útgáfa þar sem hægt er að gera breytingar og fletta upp upplýsingum. Hver og einn leikmaður fær svokallaðan Potential Ability-skala sem gefur til kynna hversu góður leikmaðurinn getur orðið í leiknum. Hæsti skali sem hægt er að fá er 170–200, en leikmenn á borð við Lamine Yamal og Endrick eru meðal þeirra sem ná þeim tölum.

Hér að neðan má sjá efnilegustu íslensku leikmennina í leiknum sem eru 21 árs eða yngri.

Leikmenn sem leika með liðum erlendis:

140-170 Potential Ability

Sædís Rún Heiðarsdóttir (Valerenga)

130-160

Orri Steinn Óskarsson (Real Sociedad)

Katla Tryggvadóttir (Fiorentina)

Fanney Inga Birkisdóttir (BK Hacken)

120-150

Sigdís Eva Bárðardóttir (Norrköping)

Ísabella Sara Tryggvadóttir (Rosengard)

Tómas Johannessen (AZ Alkmaar)

Daníel Tristan Guðjohnsen (Malmö)

110-140

Emelía Óskarsdóttir (HB Koge)

Benoný Breki Andrésson (Stockport)

Daníel Ingi Jóhannesson (Nordsjælland)

Gunnar Orri Olsen (FC Kaupmannahöfn)

Elísa Lana Sigurjónsdóttir (Kristianstads)

Gísli Gottskálk Þórðarson (Lech Poznan)

Jakob Gunnar Sigurðsson (Lyngby)

Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Anderlecht)

Daníel Freyr Kristjánsson (Midtjylland)

Tómas Óli Kristjánsson (AGF)

Viktor Bjarki Daðason (FC Kaupmannahöfn)

Nóel Atli Arnórsson (AaB)

100-130

Logi Hrafn Róbertsson (IK Istra)

Kjartan Már Kjartansson (Aberdeen)

Jóhannes Kristinn Bjarnason (Kolding)

Egill Orri Arnarsson (Midtjylland)

Alexander Máni Guðjónsson (Midtjylland)

Markús Páll Ellertsson (Triestina)

Sölvi Stefánsson (AGF)

Breki Baldursson (Esbjerg)

90-120

Helgi Fróði Ingason (Helmond Sport)

Jónatan Guðni Arnarson (Norrköping)

Róbert Frosti Þorkelsson (GAIS)

Sturla Sagatun Kristjánsson (Bodo/Glimt)

Alexander Ingi Arnarsson (Malmö)

Elvar Örn Petersen Guðmundsson

80-110 eða minna

Eyrún Embla Hjartardóttir (BK Hacken)

Haflidi Ísak Guðjónsson (Frederikstad)

Óli Sigurbjörn Melander (Örebro)

Helgi Hafsteinn Jóhannsson (AaB)

Sigurður Jökull Ingvason (Midtjylland)

Óskar Arnór Morales Einarsson (Esbjerg)

Thomas Ari Arnarsson (B93)

Ólafur Dan Hjaltason (Aarhus Fremad)

━━━━━━━━

Leikmenn sem leika með liðum hérlendis:

120-150 Potential Ability

Stígur Diljan Þórðarson (Víkingur)

Liam Daði Jeffs (Þróttur)

Birkir Þorsteinsson (Breiðablik)

110-140

Freysteinn Ingi Guðnason (Fram)

Júlíus Mar Júlíusson (KR)

Ásgeir Helgi Orrason (Breiðablik)

Stefán Gísli Stefánsson (Valur)

Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir)

Róbert Quental Árnason (Leiknir)

Allan Purisevic (FH)

Galdur Guðmundsson (KR)

Kári Kristjánsson (Þróttur)

Daði Berg Jónsson (Víkingur)

Jón Breki Guðmundsson (ÍA)

Ívar Arnbro Þórhallsson (KA)

Amin Cosic (KR)

Þór Andersen Willumsson (Breiðablik)

Haraldur Ágúst Brynjarsson (Víkingur)

Hlynur Þórhallsson (Þróttur)

Mattías Kjeld (Valur)

Heiðar Máni Hermannsson (Haukar)

Fyrri frétt

Sandra skoraði í svekkjandi jafntefli

Næsta frétt

Linda Líf úr Víkingi í Kristianstad