Logi Tómasson og liðsfélagar hans í Samsunspor eru taplausir í níu leikjum í röð í öllum keppnum eftir sterkan 3:1-útisigur á Konyaspor í tyrknesku úrvalsdeildinni í dag.
Logi var að venju í byrjunarliði Samsunspor og lék fyrstu 75 mínúturnar í leiknum. Liðið hefur sýnt stöðugleika undanfarið og situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 20 stig eftir ellefu umferðir.
Andri Fannar Baldursson lék í 87 mínútur með Kasımpaşa sem tapaði 3:2 fyrir Kayserispor. Kasımpaşa er í 13. sæti með 10 stig og hefur aðeins unnið einn leik í síðustu fimm leikjum sínum.