Fiorentina er í miklum vandræðum í ítölsku A-deildinni eftir 1:0-tap gegn Lecce á útivelli í dag.
Albert Guðmundsson kom inn á í upphafi seinni hálfleiks hjá Fiorentina en tókst ekki að breyta gangi leiksins. Þórir Jóhann Helgason sat allan leikinn á varamannabekk Lecce.
Fiorentina er enn án sigurs eftir tíu umferðir og situr í næstneðsta sæti deildarinnar með fjögur stig, en Lecce er í 15. sæti með níu stig.
Bjarki Steinn Bjarkason lék í 62 mínútu fyrir Venezia sem tapaði 2:1 gegn Catanzaro í ítölsku B-deildinni. Venezia er í 6. sæti með 16 stig.
Þá lék Kristófer Jónsson allan leikinn fyrir Triestina í 0:1 tapi gegn Brescia í ítölsku C-deildinni. Triestina er með 10 stig í mínus vegna fjárhagsvanda.