Jón Dagur skoraði sitt fyrsta mark í Þýskalandi

Jón Dagur skoraði sitt fyrsta mark fyrir Herthu Berlín.
Ljósmynd/Berliner Morgenpost

Jón Dagur Þorsteinsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Herthu Berlín þegar liðið vann öruggan 3:0-sigur á Elversberg í 32-liða úrslitum þýsku bikarkeppninnar í gærkvöldi.

Jón Dagur, sem hefur ekki átt fast sæti í byrjunarliðinu á leiktíðinni, byrjaði á varamannabekknum en kom inn á þegar um fimm mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma. Hann tryggði síðan endanlega sigurinn með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma, eftir að hafa sjálfur verið felldur innan teigs.

Markið var það fyrsta sem Jón Dagur skorar fyrir Herthu Berlín og jafnframt hans fyrsta á leiktíðinni. Hægt er að sjá markið hérna. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í 16-liða úrslitum bikarsins.

Fyrri frétt

Djurgården aftur á eftir Stefáni Inga

Næsta frétt

Hákon Rafn í markinu þegar Brentford vann stórsigur