Hákon Rafn í markinu þegar Brentford vann stórsigur

Hákon Rafn stóð í marki Brentford þegar liðið vann sannfærandi sigur í enska deildabikarnum.
Ljósmynd/Brentford

Hákon Rafn Valdimarsson stóð í marki Brentford þegar liðið vann sannfærandi 5:0-útisigur á Grimsby Town í 16-liða úrslitum enska deildabikarsins í gærkvöld.

Brentford hafði yfirburði frá fyrstu mínútu og var sigurinn aldrei í hættu. Liðið stjórnaði leiknum að vild og hélt hreinu með öruggri frammistöðu Hákons í markinu.

Jason Daði Svanþórsson kom inn á sem varamaður hjá Grimsby í seinni hálfleik og lék í rúman hálftíma.

Brentford tryggði sér þar með sæti í 8-liða úrslitum keppninnar, en Hákon Rafn hefur verið í lykilhlutverki í leikjum liðsins í deildabikarnum á þessari leiktíð.

Fyrri frétt

Jón Dagur skoraði sitt fyrsta mark í Þýskalandi

Næsta frétt

Nökkvi Þeyr með stoðsendingu í bikarsigri – Myndband