Hjörtur hafði betur gegn Sverri

Hjörtur hafði betur gegn Sverri Inga í Grikklandi.
Hjörtur og samherjar hans í Volos fögnuðu góðum útisigri í Grikklandi. Ljósmynd/Sport FM

Hjörtur Hermannsson hafði betur gegn Sverri Inga Ingasyni þegar Volos vann 1:0-sigur á Panathinaikos í grísku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur lék allan leikinn í miðri vörn Volos og átti stóran þátt í að liðið héldi markinu hreinu. Sverrir Ingi var í byrjunarliði Panathinaikos og lék fyrstu 77 mínúturnar.

Volos er í 4. sæti deildarinnar með 15 stig eftir níu umferðir, en Panathinaikos er í 7. sæti með 12 stig.

Guðmundur Þórarinsson var ónotaður varamaður hjá Noah þegar liðið tapaði 1:2 fyrir Ararat-Armenia í armensku úrvalsdeildinni. Noah er í 4. sæti eftir 11 umferðir.

Fyrri frétt

Diljá Ýr Noregsmeistari með Brann

Næsta frétt

Viktor Bjarki kom við sögu í sigri