Brann tryggði sér í dag meistaratitilinn í norsku úrvalsdeildinni með 2:1-sigri á Rosenborg á heimavelli í Bergen.
Diljá Ýr Zomers sat á varamannabekknum hjá Brann í leiknum en fagnar nú Noregsmeistaratitli á sínu fyrsta tímabili með liðinu.
Brann er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar þegar tvær umferðir eru eftir og hefur unnið þrettán leiki í röð.
Diljá vann einnig belgíska meistaratitilinn með OH Leuven í vor og er þar með landsmeistari í tveimur löndum á sama ári.