Tómas Bent innsiglaði sigur Hearts – Myndband

Eyjamaðurinn Tómas Bent innsiglaði öruggan sigur Hearts í Skotlandi.
Ljósmynd/Hearts

Tómas Bent Magnússon skoraði fjórða mark Hearts í 4:0-sigri liðsins á Dundee í skosku úrvalsdeildinni í dag.

Markið kom á 80. mínútu þegar Tómas var á réttum stað í teignum eftir hornspyrnu og skoraði af stuttu færi. Hann hóf leikinn á varamannabekknum en var skipt inn á 71. mínútu og var því fljótur að láta til sín taka.

Hearts er taplaust á toppi deildarinnar með 29 stig eftir 11 umferðir, níu stigum á undan Celtic.

Stefán Teitur lagði upp

Stefán Teitur Þórðarson kom inn á sem varamaður og lagði upp annað mark Preston North End í 2:0-sigri liðsins á Southampton í ensku B-deildinni.

Stefán Teitur kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og átti stoðsendinguna í lok leiks, á fjórðu mínútu uppbótartímans, þegar Preston fór í hraða sókn og Stefán lagði boltann fyrir samherja sem skoraði úr teignum.

Preston er í 6. sæti deildarinnar með 22 stig eftir 13 umferðir.

Þá lék Jason Daði Svanþórsson allan leikinn fyrir Grimsby Town sem hafði betur gegn Ebbsfleet United, 3:1, í fyrstu um­ferð í ensku bik­ar­keppn­inni.

Fyrri frétt

„Hefði viljað skora þrennu“

Næsta frétt

Diljá Ýr Noregsmeistari með Brann