Hákon Arnar Haraldsson gerði sér lítið fyrir og skoraði annað og fjórða mark Lille í 5:0-sigri liðsins gegn Amiens í æfingaleik í dag.
Hákon lék á varnarmann og smellti boltanum upp í hægra hornið þegar hann tvöfaldaði forystuna fyrir Lille í leiknum. Frábært mark sem má sjá hér að neðan.
Hákon skoraði svo aftur nokkrum mínútum síðar þegar hann fékk sendingu inn fyrir vörnina og afgreiddi færið örugglega framhjá markmanni Amiens, sem má sjá hér fyrir neðan.