Brynjólfur Willumsson hefur leikið virkilega vel á undirbúningstímabilinu með liði sínu Groningen í Hollandi.
Brynjólfur hefur skorað alls níu mörk fyrir Groningen á undirbúningstímabilinu en hann gerði seinna mark liðsins í 2:0-sigri gegn Emmen í æfingaleik í gær. Markið hans í leiknum má sjá hér að neðan.
Groningen er í hollensku úrvalsdeildinni og fyrsti leikur liðsins í deildinni á komandi leiktíð er gegn AZ Alkmaar þann 10. ágúst. Brynjólfur lék 30 leiki fyrir Groningen á síðustu leiktíð og skoraði fjögur mörk.