Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi

Brynjólfur Darri hefur verið útnefndur leikmaður ágústmánaðar í hollensku úrvalsdeildinni.
Ljósmynd/eredivisie.nl

Brynjólfur Darri Willumsson, leikmaður Groningen, hefur verið útnefndur leikmaður ágústmánaðar í hollensku úrvalsdeildinni. Hann er fyrsti leikmaður Groningen sem hlýtur þennan heiður, sem byggir á tölfræðigreiningu Opta.

Frammistaða hans í upphafi tímabilsins hefur verið frábær en hann er markahæsti leikmaður deildarinnar með fimm mörk í fjórum leikjum. Þar með hefur hann þegar bætt markatölu sína frá allri síðustu leiktíð.

Brynjólfur skoraði tvívegis í sigri á Heracles, komst á blað gegn PSV og tryggði Groningen dramatískan sigur á Heerenveen með því að skora tvö mörk.

Fyrri frétt

Jóhann Berg lék fyrsta deild­ar­leik­inn með Al-Dhafra

Næsta frétt

Aron kom við sögu í sigri