Brann og Vålerenga unnu bæði örugga sigra í norsku úrvalsdeildinni í dag og halda áfram baráttunni um meistaratitilinn.
Diljá Ýr Zomers var í byrjunarliði Brann sem vann sannfærandi 5:1-sigur á Kolbotn. Brann hefur verið nær ósigrandi á leiktíðinni og er nú með sjö stiga forskot á toppi deildarinnar þegar þrjár umferðir eru eftir.
Arna Eiríksdóttir lék í 85. mínútur í vörn Vålerenga sem vann 4:0-sigur á Stabæk. Arna hefur komið sterk inn í lið Vålerenga frá því hún gekk til liðsins frá FH og hefur liðið farið með sigur af hólmi í öllum fjórum deildarleikjunum sem hún hefur spilað. Sædís Rún Heiðarsdóttir kom inn á undir lok leiksins. Vålerenga situr í öðru sæti með 58 stig.
Alexandra Jóhannsdóttir var í byrjunarliði Kristianstad í 0:2-tapi gegn Piteå, en Elísa Lana Sigurjónsdóttir kom inn á í seinni hálfleik. Kristianstad er í sjötta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með 37 stig. Ísabella Sara Tryggvadóttir lék í 84 mínútur fyrir Rosengård sem tapaði 1:0 fyrir Norrköping. Rosengård er í fallumspilssæti með 18 stig.
Sunneva Hrönn Sigurvinsdóttir lék allan leikinn fyrir FC Kaupamannahöfn sem vann sjötta leikinn í röð í dönsku B-deildinni með 6:2-sigri á Næstved. FC Kaupmannahöfn er á toppi deildarinnar með 26 stig, einu stigi á undan ASA Aarhus. Guðrún Hermannsdóttir kom inn af bekknum í liði Esbjerg sem tapaði fyrir Aarhus, 7:1.