Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið þegar Panathinaikos vann 2:0-heimasigur á Asteras Tripolis í grísku úrvalsdeildinni í gær. Þetta var fyrsti leikur Panathinaikos undir stjórn Rafa Benítez sem tók við liðinu í síðustu viku.
Sverrir Ingi leiddi Panathinaikos allan leikinn af ákveðni og festu í miðri vörn liðsins. Samkvæmt umfjöllun gríska miðilsins SDNA var hann enn betri en áður og reyndist gestunum nær óviðráðanlegur þegar þeir sóttu fram.
Panathinaikos er í 6. sæti deildarinnar með 12 stig eftir sjö leiki og virðist hafa náð góðu jafnvægi með nýjum þjálfara.
Hjörtur Hermannsson lék allan leikinn fyir Volos sem tapaði 3:0 fyrir PAOK. Volos er í 7. sæti með 12 stig.
Hörður Björgvin Magnússon fékk ekki tækifæri með liði sínu Levadiakos sem gerði 1:1 jafntefli við Aris Thessaloniki. Levadiakos er í 5. sæti með jafnmörg stig og Panathinaikos og Volos en með betri markatölu.
Þá lék Andri Fannar Baldursson lék allan leikinn fyrir Kasımpaşa sem gerði 1:1 jafntefli við Beşiktaş í tyrknesku úrvalsdeildinni. Kasımpaşa er í 12. sæti með 10 stig eftir tíu umferðir.