Skagamaðurinn ungi frábær í Frakklandi – Svipmyndir

Hákon Arnar hefur vakið mikla athygli hjá Lille.
Ljósmynd/Lille

Hákon Arnar Haraldsson hefur vakið mikla athygli hjá Lille frá því hann gekk til liðs við franska félagið fyrir tveimur árum frá FC Kaupmannahöfn.

Á tímabilinu 2023–24 lék hann 38 leiki í öllum keppnum, skoraði fimm mörk og gaf sex stoðsendingar. Hann steig enn skrefi lengra á síðasta tímabili með því að spila aftur 38 leiki, að þessu sinni með átta mörk og fjórar stoðsendingar, þar á meðal mikilvægt framlag bæði í frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu.

Sértaklega vakti athygli þegar hann skoraði mikilvægt mark á útivelli gegn Borussia Dortmund í 16-liða úrslitum Meistardeildar Evrópu. Hákon er þekktur fyrir góðan leikskilning og yfirvegun undir pressu og hefur orðið lykilmaður í sóknarleik Lille.

Hér að neðan má sjá svipmyndir af Hákoni hjá Lille.

Fyrri frétt

Kristian genginn í raðir Twente

Næsta frétt

Ísak er í fremstu röð