Jóhann Berg lék fyrsta deild­ar­leik­inn með Al-Dhafra

Jóhann Berg lék sinn fyrsta deildarleik með Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Ljósmynd/Al Dhafra

Jóhann Berg Guðmundsson lék í dag sinn fyrsta deildarleik með Al-Dhafra í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann kom inn á í seinni hálfleik þegar liðið vann 2:1-heimasigur á Dibba Al Fujairah.

Jóhann, sem gekk til liðs við Al-Dhafra frá Al Orubah í Sádi-Arabíu í sumar, hóf leikinn á varamannabekknum en var skipt inn á eftir klukkutíma leik. Staðan var þá 1:1 en heimamenn tryggðu sér sigurinn með marki á 74. mínútu.

Þetta var fyrsti deildarleikur Jóhanns fyrir Al-Dhafra en í síðustu viku lék hann sinn fyrsta leik fyrir liðið þegar hann kom inn á í bikartapi gegn Al Wasl. Þar var hann að stíga sín fyrstu skref eftir að hafa jafnað sig á meiðslum á fæti.

Al-Dhafra hefur byrjað tímabilið vel og er komið með tvo sigra eftir þrjár umferðir.

Fyrri frétt

Hörður í viðræðum við lið á Kýpur

Næsta frétt

Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi