Freyr Alexandersson, þjálfari Brann, hefur verið útnefndur þjálfari mánaðarins í norsku úrvalsdeildinni fyrir ágúst og september. Viðurkenningin kemur í kjölfar góðs gengis liðsins, en Brann vann fimm af sjö deildarleikjum sínum á síðustu tveimur mánuðum.
Freyr tileinkaði viðurkenninguna öllu þjálfarateyminu hjá Brann, sem hefur unnið náið saman að árangri liðsins á undanförnum mánuðum.
Með liði Brann leika Íslendingarnir Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson, sem hafa báðir verið lykilmenn í góðu gengi liðsins.