Vel tekið á móti Loga í Tyrklandi

Logi Tómasson mætti til Samsun í Tyrklandi á dögunum.
Ljósmynd/Samsunspor

Logi Tómasson mætti til Samsun í Tyrklandi á dögunum, þar sem fjölmennur hópur stuðningsmanna Samsunspor beið hans á flugvellinum. Komu hans var vel fagnað með miklum hávaða og tilþrifum.

Félagið greindi nýverið frá kaupum á Loga frá norska liðinu Strømsgodset, en kaupverðið nam 700 þúsund evrum. Samhliða því skrifaði hann undir samning sem gildir til ársins 2029.

Hjá Samsunspor ríkir sterk tenging milli stuðningsmanna og liðsins og nýir leikmenn fá jafnan hlýjar og góðar móttökur, rétt eins og víða annars staðar í Tyrklandi.

Logi fékk því strax að kynnast þeirri miklu eftirvæntingu og trú sem ríkir á meðal stuðningsmanna félagsins, eins og sjá má hér að neðan.

Fyrri frétt

Kjart­an Már til Aberdeen

Næsta frétt

Kristian genginn í raðir Twente